Banaslys í Víðidal
Roskin kona lést þegar jepplingur og flutningabíll rákust saman á Norðurlandsvegi í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Við áreksturinn valt jepplingurinn út af veginum en ökumann flutningabílsins sakaði ekki.