Bangsabær verði opinn fimm daga vikunnar út árið

 Byggðaráð hefur samþykkt að færa til fjármuni þannig að unnt verði að hafa leikskólann Bangsabæ í Fljótum opinn fimm daga vikunnar út árið í stað fjögurra líkt og nú er.

 

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort áframhald verði á fimm daga opnun á nýju ári þar sem því máli var vístað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2011.

Fleiri fréttir