Bar tvílembingum í miðjum vorrúningi

Ærleg móðir með nýbornum lömbum sínum. Mynd: Hjörtur Geirmundsson.
Ærleg móðir með nýbornum lömbum sínum. Mynd: Hjörtur Geirmundsson.

Í miðjum vorrúningi á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði í gær tók ein vinkonan upp á því að bera tvílembingum þrátt fyrir að ekki sé alveg komið að sauðburði enn þá. „Ekki alveg planað en náttúran finnur sinn farveg,“ sagði Hjörtur Geirmundsson um nýjustu viðbótina í fjárhópinn á búinu.

„Móður og lömbum heilsast vel og fjórir hressir hrútar hafa réttarstöðu sakborninga,“ segir Hjörtur léttur í bragði en áætlað er að sauðburður haldi áfram í lok apríl.

Á WikiPedia má lesa að fyrstu lömbin sem fæðast ár hvert séu gjarnan kölluð lambadrottning og lambakóngur og þeirri tign geta þessi lömb fyllilega staðið undir.

Fleiri fréttir