Bátur sökk í Hvammstangahöfn

Gamall eikarbátur sem legði hefur bundinn við höfn á Hvammstanga sökk þar fyrr í dag. Báturinn er í eigu þrotabús og hefur legið í höfninni í nokkur ár. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað varð til þess að báturinn sökk.

-Við erum að fara yfir þessu mál og reyna að átta okkur á því hvað gerðist. Stefán Ólafsson, lögfræðingur, hefur umsjón með ráðstöfun búsins og munum við í samráði við hann fara yfir málin með áherslu á að ná bátnum á flot, segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra.

Fleiri fréttir