Beggi Blindi með uppistand í kvöld

Í kvöld verður Beggi Blindi með uppistand í Húsi frítímans á Sauðárkróki frá kl. 20:00 en hann hefur getið sér góðs orðspors með skemmtilegum sögum af blindum sem sjáandi einstaklingum í gegnum tíðina.  

Beggi Blindi vann keppnina Fyndnasti maður MH árið 2004 en hann er, eins og nafnið gefur til kynna, blindur en hefur ekki látið það aftra sér og verið með uppistönd úti um allt land.

 Skemmtilegast við að vera grínisti segir Beggi:

„Það að maður komist upp með að gera grín að fólki og segja fullt af hlutum sem væru óviðeigandi nema af því þetta er grín. Fyrir utan að maður kynnist mikið áhugaverðu fólki og lærir ótrúlega mikið í íslenskri landafræði. Hver vissi svosem að Stöðvarfjörður væri rétt hjá Fásrkúðsfirði?“

Og það leiðinlegasta við að vera grínisti:

„Leiðinlegt þegar maður fer fljúgandi yfir hálft landið og það mæta fimm manns á uppistandið manns.“

Gerum kvöldið skemmtilegt fyrir grínarann og mætum. Allir velkomnir

Fleiri fréttir