Bein útsending frá Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV fer fram í kvöld í sal Fjölbrautaskólans þar sem boðið verður upp á tólf atriði. Keppni hefst núna klukkan 20 og er í beinni útsendingu. Á hverju ári er haldin undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur skólans láta ljós sitt skína en í ár átti hún að fara fram á Valentínusardaginn 14. febrúar en var frestað vegna veðurs.

„Keppnin í ár verður ekki á verri kantinum, og öll eggin sett í körfuna því nú eru heil 12 atriði skráð ásamt sturluðum skemmtiatriðum. En það þýðir bara lengri undirbúningur, sem þýðir betra kvöld!!“ segir í tilkynningu frá NFNV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir