Bending, Brynhildur, Flenna og Kögun til sölu

Háskólinn á Hólum auglýsir á heimasíðu sinni fjórar merar í eigu skólans til sölu. Áhugasamir skulu skila skriflegum tilboðum til skólans fyrir  15. október næst komandi. Jafnframt kemur fram á heimasíðunni að skólinn áskili sér rétt til þess að hafna öllum  tilboðum 

Eftirfarandi hryssur eru auglýstar til sölu.

Bending frá Hólum IS2000258316.
Úrvals reiðhryssa, ósýnd. Kynbótamat 109.
F. Hrynjandi frá Hrepphólum
M. Björk frá Hólum

Brynhildur frá Hólum IS200358316.
Sýnd með 8.03 í aðaleinkunn. 8.02 fyrir sköpulag og 8.04 fyrir kosti. Fylfull við Kappa frá Kommu. Aðaleinkunn kynbótamats er 112 stig.
F. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M. Björk frá Hólum

Flenna frá Hólum IS2004258309.
Sýnd með 8.01 í aðaleinkunn. 8.05 fyrir sköpulag og 7.99 fyrir kosti.
Aðaleinkunn kynbótamats er 123 stig.
F. Adam frá Ásmundarstöðum
M. Þilja frá Hólum

Kögun frá Hólum IS2004258311.
Sýnd með 7.92 í aðaleikunn. 7.66 fyrir sköpulag og 8.10 fyrir kosti.
Aðaleinkunn kynbótamats er 117 stig.
F. Óður frá Brún
M. Þíða frá Hólum

Nánari uppl. 455-6300 eða á sveinn@holar.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir