Biðstöð Strætó færist innan Hvammstanga

Mynd: KSE.
Mynd: KSE.

Frá og með morgundeginum 15. febrúar flyst biðstöð Strætó fyrir leið 83 á Hvammstanga frá Selasetrinu í Söluskálann. Stór hluti af akstri á vegum Strætó er í höndum verktaka þ.á.m. allur akstur á landsbyggðinni. Leið 83, Hvammstangi - Hvammstangavegur, tengir Húnaþing vestra við leið 57, Reykjavík - Akureyri.

Á heimasíðu Strætó er hægt að finna ýmsar upplýsingar og þar á meðal um vindviðmið Strætó á landsbyggðinni. Um þau segir að mikilvægt sé að farþegar sem ætli sér að ferðast með Strætó á landsbyggðinni fylgist með veðurspám. Þegar vont er veður og/eða færð er slæm, tekur Strætó öryggi farþega og starfsfólks fram yfir tímaáætlun. Eftirfarandi listi segir til um þau vindviðmið sem Strætó fer eftir í akstri á landsbyggðinni.

Viðmið VÍS/Strætó eru eftirfarandi:

Gefnar skulu út viðvaranir til bílstjórar vöruflutninga og fólksflutningaökutækja þegar meðal vindhraði er orðinn eftirfarandi:

1 Stig: Meðal vindhraði er 20 m/S (þá eru vindkviður að fara upp í 20-30 m/s) – Ef mikil hálka er á vegum og ökutækið með léttan/tóman vagn, ber að stöðva það.

2 Stig: Meðal vindhraði er 24 m/s (þá þarf að tékka á öðrum hvort þeir hafi komist áfram - Ef mikil hálka er á vegum og ökutækið með léttan/tóman vagn, ber að stöðva það.

3 Stig: Meðal vindhraði er 28 m/s – þá skal stoppa ökutæki.

Þessi viðmið VÍS eru byggð á margra ára tjónareynslu félagsins hjá hópbifreiðum og vöruflutningaökutækjum um allt land.

Fleiri fréttir