Bikarleikur hjá 10. flokki drengja á morgun laugardag

Strákarnir í 10. flokki mæta Haukum í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ á morgun laugardag í Síkinu og hefst leikurinn kl. 14.00.

Haukarnir leika í D-riðli Íslandsmótsins en Tindastóll hefur verið í B-riðli í báðum umferðunum sem búnar eru. Það er því verkefni strákanna að halda einbeitingunni og spila vel á móti Haukunum því bikarkeppnin er allt önnur keppni en Íslandsmótið og þar getur allt gerst.

Sigurvegarinn kemst áfram í 8-liða úrslit en á dögunum tryggði 9. flokkur drengja sér keppnisrétt þar með glæsilegum sigri á Stjörnunni á útivelli.

Stúlknaflokkur og 9. flokkur stúlkna, sem einnig taka þátt í bikarkeppninni, sitja yfir í 16-liða úrslitunum og eru því bæði liðin komin beint í 8-liða úrslitin.

Fleiri fréttir