Bílar fastir hér og þar innanbæjar á Sauðárkróki og enn bætir í veðrið
Björgunarsveitarmenn á Sauðárkróki hafa haft nóg að gera nú í morgun við að aðstoða samborgara sína sem víða eru fastir innan bæjar. Skólum var aflýst en ekki leikskólum og eitthvað um að fólk teldi sig eiga mjög brýnt erindi á vinnustað sinn í morgunsárið.
Verið er að moka innanbæjar og biður lögreglan þá sem ekki þurfa nauðsynlega að fara af stað að bíða átekta enda veður mjög slæmt og mikil ófærð sér í lagi í þéttum íbúðargötum. Enn er að bæta í vindinn og verður Strandvegurinn lokaður fram yfir háflóð í dag sem er milli eitt og tvö í dag.