Bílar í vanda á heiðum

Frá björgun á Holtavörðuheiði. Myndi 123.is/hunar

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga  hélt í fyrstu björgun vetrarins upp á Holtavörðuheiði í gærkvöld en bíl hafði verið ekið út af veginum rétt norðan við Miklagil.

 Farið var á Ford Econoline / Húna 4 frá Borðeyri og bíllinn spilaður upp. Þetta er fyrsta beiðnin um aðstoð á Holtavörðuheiði í haust en það eru ekki ófáar ferðirnar sem farið er á heiðina á hverjum vetri til aðstoðar við vegfarendur.

Fleiri fréttir