Bíll í höfnina

Frá slysstað. Mynd: 123.is/hunar

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var kölluð á laugardagskvöld til aðstoðar við höfnina á Hvammstanga en vörubíll með krana hafði oltið ofan í höfnina er hann var að hífa bát niður.

Bíllinn fór á kaf og dró bátinn niður með sér. -Báturinn náðist upp strax fyrsta kvöldið en bílinn náðist ekki upp á laugardagskvöld.

Fleiri myndir frá atburðinum má sjá hér

 

Fleiri fréttir