Bíll útaf í Hrútafirðinum

Lítill jeppi valt eina veltu er honum var ekið útaf þjóðvegi eitt í Hrútafirði í dag. Tvennt var í bílnum og voru þau flutt á heilbrigðisstofnuna á Hvammstanga til aðhlynningar.

Fólk er beðið að fara varlega og fylgjast vel með veðurspá og færð ef það hyggur á lengri ferðir. Annars gerir veðurspáin frá því kl. 22 í kvöld ráð fyrir því að á Ströndum og Norðurlandi vestra, verði sunnan 10-15 m/s og snjókoma eða slydda, einkum vestantil. Lægir um tíma í nótt, en gengur síðan í norðan 18-25 með snjókomu og skafrenningi. Hvassast á annesjum, en hægari í innsveitum. Hiti um frostmark, en vægt frost á morgun.

Fleiri fréttir