Bíll utanvegar á Reykjastrandavegi
feykir.is
Skagafjörður
14.10.2017
kl. 11.16
Bíll erlendra ferðamanna, svokallaður svefnbíll eða camper endaði utanvegar og á hvolfi á Reykjastrandavegi sl. fimmtudag. Vegurinn tengir einn mest sótta ferðamannastað Skagafjarðar, Reyki á Reykjaströnd þar sem hin kunna Grettislaug er staðsett en þaðan er einnig farið með ferðamenn í Drangey.
Vegurinn er, eins og oft áður hefur komið fram í fréttum, gamall malarvegur sem annar ekki allan þann fjölda bíla sem um hann fara.
Ekki urðu meiriháttar meiðsli á farþegum og sluppu með skrekkinn að þessu sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.