Bílslys í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
05.12.2008
kl. 15.36
Tveir bílar skullu saman á einbreiðri brú yfir Héraðsvötn austan Hegraness fyrr í dag. Þrír fullorðnir karlmenn voru fluttir á sjúkrahús en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða.
Áreksturinn varð á miðri brúnni og eru bílarnir taldir ónýtir. Mikil hálka er á vetvangi sem og víða á þjóðvegum landsins og eru vegfarendur beðnir um að aka gætilega.