Bilun í aðalspenni
feykir.is
Skagafjörður
14.08.2014
kl. 14.11
Rafmagnslaust hefur verið á Sauðárkróki og nágrenni frá því á um tíu leytið í morgun. Bilun varð í aðalspenni og er um flókna viðgerð að ræða, að sögn talsmanns RARIK. Varaaflsvél hefur verið flutt frá Akureyri og vinna starfsmenn RARIK nú hörðum höndum við að koma rafmagni aftur á sem verður innan tíðar. Hætt er við rafmagnstruflunum áfram í dag.
Rafmagnsleysið hefur valdið vandræðum í fyrirtækjum, verslunum og bönkum í bænum, sum fyrirtæki hafa lokað starfsemi sinni á meðan á rafmagnsleysinu stendur en stærri fyrirtæki og stofnanir notast við varaaflstöðvar.