Bjarni vill vita hvað þurfi til að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandavélar
Bjarni Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna tók sæti sem varamaður á Alþingi í síðustu viku og sat ekki aðgerðalaus frekar en fyrri daginn. Lagði hann m.a. fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um varaflugvöll við Sauðárkrók.
Spurningarnar frá Bjarna Jónssyni voru á þessa leið:
1. Hvaða framkvæmdir eða fjárfesting í búnaði þyrfti að koma til svo að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók gæti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins?
2. Hvaða sjónarmið ráða þegar teknar eru ákvarðanir um uppbyggingu flugvalla sem varaflugvalla fyrir millilandaflug eða fyrir reglulega umferð millilandaflugvéla?
3. Hver er stefna ráðherra um uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni sem millilandaflugvalla eða varaflugvalla fyrir millilandaflugvélar?
Skriflegt svar óskast.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.