Blanda fékk góða gjöf
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.01.2015
kl. 09.52
Á dögunum afhenti Gunnar Sig. Sigurðsson björgunarfélaginu góða gjöf fyrir hönd Iðnsveinafélags Austur-Húnavatnssýslu. Um var að ræða 100 þúsund króna peningagjöf sem nýtist til að uppfræða tölvubúnað félagsins.
Sagt er frá þessu á fésbókarsíðu Björgunarfélagsins Blöndu. Þaðan er meðfylgjandi mynd fengin, en hún sýnir Gunnar afhenda gjöfina.