Blanda þriðja aflahæsta á landsins í sumar

Húni.is hefur rýnt í veiðitölur sumarsins og í nýlegri grein þar á vefnum kemur fram að úr ánni Blöndu komu færri laxar á land í sumar en í fyrrasumar. Áin er þó sú þriðja aflahæsta á landinu og almennt má segja að laxveiði hafi verið léleg landsvísu en þó einna skást í Húnaþingi.

Alls veiddust 6661 la úr þeim húnvetnsku ám sem Landssamband veiðifélaga fylgist með vefnum angling.is. Er það 3.772 löxum færra en í fyrra, en sumarið 2013 veiddust 10.433 laxar í sömu ám og nemur fækkunin um 36%.

Samkvæmt tölum Landsambands veiðifélaga endaði Blanda sem þriðja aflamesta veiðiáin á landinu og aflamesta áin í Húnavatnssýslum en alls voru 1.931 lax dregnir á land samanborið við 2.611 í fyrra. Miðfjarðará er fjórða aflamesta á landsins með 1.694 veidda laxa samanborið við 3.667 laxa í fyrra og nemur fækkunin um 54%.

Laxá á Ásum stóð sig einna best af laxveiðiám landsins og endaði í 1.006 veiddum löxum sem er ekki nema 56 löxum færra en í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem áin nær meira en þúsund löxum en það hefur ekki gerst síðan árin 1992 og 1993. Lax á Ásum er langgjöfulasta laxveiði á landsins m.v. veidda laxa á hverja stöng en aðeins er veitt á tvær stangir í ánni sem þýðir að hver stöng gaf 503 laxa eða um sex laxa á dag að meðaltali.

Alls veiddust 765 laxar í Vatnsdalsá í sumar og er það fækkun um 31% en í fyrra veiddust 1.116 laxar í ánni. Víðidalsá skilaði 692 löxum á land en í fyrra veiddust 909 laxar. Svartá endaði í 293 veiddum löxum sem er 20% fækkun miðað við árið 2013 en þá veiddust 366 laxar í ánni. Mesta fækkun í veiddum löxum í húnvetnskum ánum milli ára var í Hrútafjarðará og Síká en í sumar veiddust 280 laxar samanborið við 702 í fyrra og nemur fækkunin um 60%.

Sagt er frá þessu á vefnum huni.is.

 

Fleiri fréttir