Blönduósingur í undanúrslitakeppni Söngvakeppninnar annað kvöld

Hin 21 árs gamla María Ólafsdóttir frá Blönduósi stígur á svið Háskólabíós á morgun þegar seinna undarúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2015 fer þar fram. Hún flytur lagið Lítil skref en höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.

Þrátt fyrir ungan aldur er María mikilreynd á sviði tón- og leiklistar. Hún hefur verið að syngja frá því hún man eftir sér og byrjaði 10 ára að leika bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsum hér á landi.

Ég hef meðal annars verið í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu og Michael Jackson sjóvi á Broadway. Núna er ég að leika Ronju Ræningjadóttur í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ sem hefur gengið rosalega vel. Síðastliðin ár hef ég síðan verið að vinna mikið með StopWaitGo í alls konar söngverkefnum,“ segir María í frétt á Rúv.is.

Þess má geta að söngkonan Ardís Ólöf Víkingsdóttir er systir hennar en hún hefur jafnframt tekið þátt í undankeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2006 og Idol Stjörnuleit.

http://youtu.be/DC5FCyuC7tc

Fleiri fréttir