Blót Arnarins á Faxatorgi í dag
Landvættablót Ásatrúarfélagsins verða haldin í öllum landshlutum í dag auk sameiningarblóts við Lögberg á Þingvöllum. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blótið. Blót Arnarins verður haldið á Faxatorgi á Sauðárkróki klukka 18, þar sem Árni Sverrisson Hegranesgoði helgar blótið.
Árni segir að blótin séu helguð landvættum Íslands, þau heiðruð og minnt á samkomulagið á milli okkar landnemanna og þeirra.
Önnur blót verða sem hér segir:
Blót bergrisans, við Garðskagavita. Safnast verður saman Röstina og blótkaffi verður þar eftir athöfn. Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði helgar blótið.
Blót griðungsins, við Glæsisskálann í Grundarfirði. Blótkaffi á Kaffi Emil á eftir. Jónína Kristín Berg Þórsnesingagoði helgar blótið
Blót Drekans, við gosbrunninn í miðbænum á Höfn. Blótkaffi á Kaffi Horninu á eftir. Sigurður Mar Svínfellingagoði helgar blótið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.