Bókasafnið á Sauðárkróki lokar á morgun
Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars, verður Héraðsbókasafn Skagfirðinga lokað til 14. apríl (þriðjudags eftir páska) samkvæmt fyrirmælum yfirvalda. Í dag verður opið til kl. 18 og er fólk hvatt til að notið tækifærið og ná sér í lesefni fyrir lokun.
„Af þessu leiðir að skiladagar á efni sem á að skila 23. mars -13. apríl verða færðir til 14. apríl. Á þessum tíma reiknast ekki sektir á bækur,“ segir í tilkynningu frá bókasafninu.