Bókunarveisla í Byggðarráði

Tillaga Bjarna Jónssonar um að í ljósi núverandi  efnahagsþrenginga og erfiðrar fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði tekið fyrir sjálfvirkar launahækkanir fyrir sveitarstjórnar- og nefndarstörf hjá sveitarfélaginu við fjárhagsáætlanagerð ársins 2009 var á byggðarráðsfundi felld með öllum atkvæðum en Bjarni er áheyrnarfulltrúi í ráðinu og hefur því ekki atkvæðisrétt.

Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskuðu bókað að fullyrðingar áheyrnarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins væru ekki réttar og fjárhagur sveitarfélagsins væri í raun traustur. Þá sögðu þau að laun sveitarstjórnar og nefnda tæki mið að þingfararkaupi og tæki ekki mið af öðrum breytingum.

Bjarni Jónsson bókaði á móti þar sem segir: „Í ljósi erfiðrar skuldastöðu sveitarfélagsins og efnahagsástandsins þarf að gæta ítrasta aðhalds í rekstri. Þessi tillaga er í samræmi við ákvarðanir sem mörg sveitarfélög hafa verið að taka að undanförnu. Þessi niðurstaða kemur því á óvart.

Lagði Bjarni þá fram aðra tillögu sem einnig var felld með öllum atkvæðum en sú tillaga gerið ráð fyrir að tekið yrði saman yfirlit yfir þær gjaldskrár sem í gildi eru hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir næsta fund byggðaráðs. Jafnframt verði farið heildstætt yfir gjaldskrármál sveitarélagsins með það að markmiði að létta undir og bregðast við áhrifum efnahagsþrenginga á fjárhag heimila og fyrirtækja í Skagafirði. Var þessi síðar tillaga Bjarna einnig felld með öllum atkvæmuð.
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað: „Endurskoðun á gjaldskrám sveitarfélagins er eðlilegur hluti af vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar. Sú endurskoðun er nú þegar í vinnslu skv. vinnuplani um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Vinnuplan þetta var samþykkt á byggðarráðsfundi 10. október síðast liðinn. Núgildandi gjaldskrár sveitarfélagsins má nálgast á heimasíðu þess. Þá hefur það verið rætt á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga að sveitarfélögin móti sameiginlega stefnu varðandi gjaldskrármál.“

Bjarni Jónsson óskar bókað á móti.

„Mikilvægt er að byggðarráð fari heildstætt yfir gjaldskrár sveitarfélagsins áður en lengra er haldið fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2009 en þær eru nú til umræðu hjá einstökum fagnefndum. Sveitarfélagið þarf nú þegar að móta sér aðgerðaáætlun vegna efnahagsástandsins og hvernig það hyggst létta undir með íbúum næstu misseri. Frysting hækkana á ákveðnum þjónustugjöldum gæti verið mikilvægur liður í slíkum aðgerðum. Nefndir sveitarfélagsins ræða nú um hækkun á gjaldskrám án þess að umræða hafi farið fram um slíkt í byggðaráði eða sveitarstjórn. Ekki er seinna vænna að meirihluti byggðaráðs og sveitarstjórnar taki sig á og fari að bregðast við því ástandi sem íslenskt samfélag stendur nú frammi fyrir. Meðferð tillögunnar eru því vonbrigði.“

Fleiri fréttir