Bólusetning gegn inflúensu

Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi vill vekja athygli almennings á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslunni Blönduósi og Skagaströnd mánudaginn 13. október 2008.

Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?

• Öllum sem orðnir eru 60 ára
• Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu.

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1265 / 2007. Í síðasttalda hópnum eru það þó einungis heilbrigðisstarfsmenn sem ekki greiða fyrir bóluefnið.

Fleiri fréttir