Borgarflöt 35, Sauðárkróki – Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa deiliskipulastillögu fyrir Borgarflöt 35 á vinnslustigi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða vinnslutillögu deiliskipulags fyrir uppbyggingu Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35. Í vinnslutillögunni felst að greina kosti og möguleika sem staðsetning lóðarinnar býður uppá og leggja fram tillögu um nýtingu hennar. Ásamt því að skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum Háskólans á Hólum.

Meginmarkmið skipulagsins er að skapa grundvöll fyrir Háskólan á Hólum til að halda áfram að vaxa og dafna sem eftirsóttur háskóli. Áhersla er á að uppbyggingin verði farsæl fyrir samfélagið meðal annars með því að setja skilmála um að skapa fallega umgjörð um starfsemi skólans með góðri hönnun sem skili sér í útliti, notagildi og gæðum.

Áréttað er að hér er um tillögu á vinnslustigi að ræða sem er í kynningu frá 16. október 2025 með athugasemdafresti til og með 2. nóvember 2025.

Hægt er að skoða vinnslutillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 992/2025. Vinnslutillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimsíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is

Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulagsins í gegnum vef skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is (mál nr. 992/2025). Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Deiliskipulagstillaga verður formlega auglýst síðar og gefst þá aftur tækifæri til rýni og athugasemda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

 

Fleiri fréttir