Börn og umhverfi – Námskeið Rauða krossins

Rauði krossinn í Skagafirði heldur námskeiðið Börn og umhverfi dagana 30. apríl, 2. maí, 6. maí og 8. maí, kl. 17:00 – 20:00 í húsnæði deildarinnar, Aðalgötu 10 á Sauðárkróki. Námskeiðið er fyrir ungmenni fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). Farið verður í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, rætt um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.

Samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum verður lögð áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Þriðjudaginn 30. apríl kl: 17:00-20:00 - Efni: Rauði krossinn, þroski barna, samskipti
Fimmtudaginn 2. maí kl: 17:00-20:00 - Efni: Leikir, leikföng, umönnun
Mánudaginn 6. maí kl: 17:00-20:00 - Efni: Slysavarnir
Miðvikudaginn 8. maí kl: 17:00-20:00 - Efni: Skyndihjálp
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólakennari og Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og fá þátttakendur viðurkenningarskjal í lok námskeiðs. Námskeiðsgjald er kr. 9900 en innifalin er nemendahandbók. Fram kemur að þátttakendur þurfi að taka með sér hollt og gott nesti til að borða í pásu.
Skráning á skyndihjalp.is en allar upplýsingar gefur Linda Guðmundsdóttir í síma 461-2374.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir