Breyting á aðalskipulagi Skagabyggðar

Nú er unnið er að gerð aðalskipulagsbreytingar vegna breytingar á legu hitaveituleiðslu frá Laxá á Refasveit til Skagastrandar. Sveitarfélagið Skagabyggð hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu og liggur hún frammi hjá oddvita.

Tillagan er til sýnis á heimasíðunni www.hafnir.is

Þeim sem vilja koma ábendingum til sveitarstjórnar er bent á að senda þær til oddvita Skagabyggðar, eða í tölvupósti (hafnir@simnet.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Ábendingar þurfa að berast fyrir 17. apríl 2013.

Fleiri fréttir