Breyting á greiðslukerfi atvinnuleysistrygginga

Vinnumálastofnun tók upp nýtt og endurbætt greiðslukerfi atvinnuleysistrygginga 1. október sl. Með nýju greiðslukerfi verða atvinnuleysistryggingar reiknaðar út frá mánuðum í stað daga eins og verið hefur og framsetning upplýsinga á greiðsluseðli verður skýrari.

Er það von Vinnumálastofnunar að breytingin verði til þess að gera útreikning atvinnuleysistrygginga auðskiljanlegri fyrir viðskiptavini. Þar sem breytingin er umsvifamikil biður stofnunin viðskiptavini að sýna skilning á því ef upp kunna að koma villur í greiðslum.

Sjá nánar á vinnumalastofnun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir