Breytingar í byggðarráði og nýr forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar

Hjálmar Björn, nýr forseti bæjarstjórnar. Ljósm: FB/Hjálmar Björn.
Hjálmar Björn, nýr forseti bæjarstjórnar. Ljósm: FB/Hjálmar Björn.

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þann 9. júní síðastliðinn urðu breytingar á byggðarráði samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar og nýr forseti sveitarstjórnar valinn.  

Hjálmar Björn Guðmundsson er nýr forseti sveitarstjórnar og tekur við af Sigurgeiri Þór Jónassyni. Fyrsti varaforseti er Arnrún Bára Finnsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir er annar varaforseti. Guðmundur Haukur Jakobsson verður áfram formaður byggðarráðs og Sigurgeir Þór Jónasson kemur inn sem aðalmaður fyrir Hjálmar Björn af L-lista. Gunnar Tryggvi Halldórsson og Birna Ágústsdóttir skipta um sæti og verður Gunnar Tryggvi nú aðalamaður en Birna varamaður fyrir Ó-lista. Varamenn í byggðaráði fyrir L-lista eru Hjálmar Björn og Arnrún Bára.

Fundargerð fundarins er að finna hér.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir