Bróðir Svartúlfs áfram í úrslit

Bróðir Svartúlfs

 

Í gærkvöldi kepptu skagfirsku hljómsveitirnar Bróðir Svartúlfs og Frank-Furth í Músíktilraunum 2009 í Íslensku Óperunni. Tíu hljómsveitir stigu á stokk en tvær komast áfram og var önnur þeirra Bróðir Svartúlfs, hin heitir Spelgur.

 

Tóndæmi frá Bróðir Svartúlfs er hægt að nálgast HÉR

 

Frank Furth hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar né áhorfenda þótt þar sé góð hljómsveit á ferðinni.

Í kvöld munu svo aðrar 10 hljómsveitir taka til við að trylla lýðinn á síðasta undankvöldinu í Íslensku Óperunni og tvær þær síðustu vinna sér inn þátttökurétt í úrslitin.

Fleiri fréttir