Brugðist við áhrifum COVID-19 á úthlutun og nýtingu byggðakvóta

Frá Skagaströnd. Mynd: ÓAB.
Frá Skagaströnd. Mynd: ÓAB.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um breytingu á úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar.

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ráðuneytinu hafi borist ábendingar um að bregðast þyrfti við þeim skilyrðum sem gilda vegna úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa þar sem markaðsaðstæður hafa breyst umtalsvert á síðustu vikum og dögum. Snýr þetta einkum að grásleppu þar sem markaðir hafa lokast og vinnslur eru ekki tilbúnar að taka við hráefni til vinnslu þrátt fyrir að vinnslusamningar séu í gildi milli aðila.

Með reglugerðinni er bætt við bráðabirgðaákvæðum sem gera sveitafélögum annars vegar kleift að sækja um tímabundna undanþágu frá ákveðnum skilyrðum reglugerðarinnar um að landa afla innan hlutaðeigandi byggðarlags ef vinnsla liggur niðri vegna COVID-19 að hluta eða öllu leyti. Hins vegar er í reglugerðinni ákvæði um að Fiskistofu sé heimilt að taka til greina umsóknir um byggðakvóta sem bárust eftir umsóknarfrest í sveitarfélögum þar sem byggðakvóta hefur ekki þegar verið úthlutað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir