Brunavarnarátak Bjarkanna
Fimmtudaginn 2.des. afhenti Lionsklúbburinn Björk öllum nemendum 2.bekkjar Árskóla bók um brunavarnir heimilanna. Tilgangur gjafarinnar er að virkja börnin sem eins konar „brunaverði heimilanna“ með forvarnarstarf í huga. Undanfarin ár hafa nokkrar félagskonur farið, ásamt Kára Gunnarssyni, varaslökkviliðsstjóra, í bekkina til að afhenda bækurnar og fræða börnin um átakið. Börnin spurðu ýmissa spurninga og ljóst var að bókin og verkefnið höfðuðu til þeirra. Tíminn sem við áttum með börnunum var virkilega skemmtilegur og gaman að sjá hve þau voru áhugasöm. Klúbburinn vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna skólans og Brunavarna Skagafjarðar.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins Bjarkar,
Sigurbjörg Guðjónsdóttir