Brunavarnir Austur-Húnvetninga kaupa nýtt húsnæði

Á fundi sveitarstjórnar Blönduóss sem haldinn var sl. fimmtudag, þann 16. janúar, samþykkti sveitarstjórn, fyrir sitt leyti, fyrirliggjandi kauptilboð Brunavarna Austur-Húnvetninga í fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi.  

Á vef Húnahornsins, huni.is, segir að húsnæðið sé í eigu Léttitækni ehf. og sé 486 fermetrar að stærð, Kaupverðið er 62 milljónir króna og á afhending eignarinnar að fara fram 1. maí næstkomandi. Var kauptilboðið gert með fyrirvara um fjármögnun og staðfestingu stjórnar og eigenda Brunavarna A-Hún.. Samþykki stjórnar liggur fyrir, sem og Blönduósbæjar, en beðið er eftir samþykki Húnavatnshrepps.

Einnig hefur sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkt einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna A-Hún. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70 milljónir króna til allt að 37 ára, að því er fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir