Búið að draga í Powerade-bikarnum - KR úti

Tindastóll dróst gegn liði KR í undanúrslitum Powerade-bikarsins en dregið var nú fyrir stundu í höfuðstöðvum Vífilfells, styrktaraðila bikarsins. Leikið verður helgina 5. og 6. febrúar n.k. en annar af leikjunum verður sýndur í beinni útsendingu á RUV, bikarstöð okkar körfuboltamanna.

Í hinni viðureigninni eigast við Haukar og Grindavík.

"Við gátum verið heppnari", sagði Borce þjálfari við heimasíðuna, en bætti svo við að menn ætluðu að gefa allt sem þeir ættu til í þessa viðureign.

Tindastóll hefur þrisvar sinnum komist í undanúrslitin; 1993, 1999 og 2002, en aldrei náð í úrslitaleikinn sjálfan.

Í liðinu í dag leika fjórir leikmenn sem allir hafa spilað undanúrslitaleiki með Tindastóli, en það eru þeir Svavar Atli Birgisson, Helgi Rafn Viggóss, Helgi Freyr Margeirsson og Friðrik Hreinsson.

Fleiri fréttir