Byggðastofnun þarf 3,5 milljarða
BB segir frá því að Ríkissjóður þarf að leggja Byggðastofnun til 3,5 milljarða framlag á næstu fimm árum ef stofnunin á að halda áfram óbreyttri lánastarfsemi. Þetta byggir á varlega áætluðum útreikningum starfshóps sem fjallað hefur um Byggðastofnun. Af þessum 3,5 milljörðum þarf 2,5 milljarða til þess að koma eiginfjárhlutfalli stofnunarinnar í 8%. Starfshópurinn segir að þegar horft sé til umfangs starfsemi Byggðastofnunar sé rétt að íhuga hvort ekki megi fækka fulltrúum í stjórn stofnunarinnar en nú eru stjórnarmenn sjö talsins og jafnmargir til vara. Þá segir starfshópurinn að verði lánastarfsemi Byggðastofnunar haldið áfram liggi beint við að huga að þróa fleiri fjármögnunartækja hjá stofnunni og aðlaga fjármögnunarstarfsemina að aðstæðum í þjóðfélaginu. Reynslan sýni að eftirspurn eftir lánum hjá stofnuninni dragist saman þegar mikill vöxtur sé í framleiðslu.