Byrðuhlaup á Hólahátíð
Laugardaginn 15. ágúst verður keppt um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2009. Farið verður af stað klukkan 12:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál.
Skráning verður á staðnum frá klukkan 11:00 en þátttökugjald er 500 krónur.
Að hlaupi loknu verður boðið upp á hressingu í Gvendarskál og veglegur farandbikar veittur þeim sem kemur fyrstur í mark. Ungir sem aldnir eru hvattir til að spreyta sig í hlaupi eða göngu