Byrðuhlaup þann 17. júní á Hólum

Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður á Hólum í Hjaltadal, keppt um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2019. Farið verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál. Samkvæmt tilkynningu frá UMF Hjalta verður keppt í barnaflokki upp í þrettán ára aldur og í fullorðinsflokki 14 ára og eldri. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál og er frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.  Frítt er í hlaupið og allir velkomnir.

Kl. 14 verður svo ýmislegt um að vera við Grunnskólann. Frá Háskólanum á Hólum verður gengið fylktu liði í skrúðgöngu að Grunnskólanum þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, og farið í hina ýmsu leiki eins og reiptog og pokahlaup. Þá mun verðlaunaafhending fyrir Byrðuhlaupið einnig fara fram við Grunnskólann.

Gvendarskál fær nafn sitt frá Guðmundi góða Arasyni sem var biskup á Hólum í upphafi þrettándu aldar. Þrátt fyrir að vera umdeildur fékk hann fljótt viðurnefnið hinn góði, segir á gonguleidir.is en hann þótti sýna mildi og mýkt í samskiptum. Hann gekk til bæna í skál í Hólabyrðu sem fékk nafnið Gvendarskál en þar má finna stein með syllu í sem talin er hafa þjónað sem altari fyrir hann og hann á að hafa sopið úr til að svala þorstanum.

Sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir