Byssusýning á Veiðisafninu Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina Hlað, verður haldin um helgina í húsakynnum Veiðisafnsins á Stokkseyri. Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.  

Ak kynninga á skotvopnum og búnaði til skotveiða verður Skotvís með kynningu á sinni starfsemi. Þá mun Bogveiðifélag Íslands einnig kynna sína starfsemi og sýnir búnað tengdum bogveiðum o.fl. 

„Gestur byssusýningar í ár er Óskar Elías Sigurðsson uppstoppari frá Vestmannaeyjum og verður hann með kynningu á sínum verkum og margt fallegt að sjá af uppstoppuðum dýrum.

Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni frv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu frá Veiðisafninu en byssusýningar þess eru landsþekktar.

Nánari upplýsingar má sjá: veidisafnid.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir