Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 6

Kvensjúkdómalæknir hafði brennandi þrá í að breyta til og gerast bifvélavirki. Hann fór í tækniskólann og gekk mjög vel. Lokaverkefnið fól í sér að taka í sundur bílvél og setja hana aftur saman. Mest var hægt að fá 100% í einkunn. Hann fékk 150%. Samviskan sagði honum að þetta hlyti að vera mistök, svo hann spurði kennarann hvort þetta væri prentvilla. Nei, alls ekki. Að taka vélina í sundur óaðfinnanlega gefur 50%. Að setja hana fullkomlega saman gefur 50%. Og ég gat ekki annað en gefið þér auka 50% fyrir að gera þetta allt í gegnum púströrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir