Er þetta eftirrétturinn um páskana?

Páskaegg er eitthvað sem ekkert heimili getur verið án á sjálfum páskunum og oft á tíðum eru til nokkur stykki á hverju heimili. Hvernig væri að prufa að gera þennan eftirrétt um páskana, svona til að gera páskana í ár ennþá gleðilegri, páskaegg fyllt með ís, sósa og skraut. Tekur sirka 5 mínútur að útbúa. Gerist ekki girnilegra, slurp. 

 

Uppskriftin er fyrir sirka 4-6 manns

   Páskaegg að eigin vali, mæli með stærð 4 eða 5 af Nóa siríus - eitt sett

   70 g. af rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti

   70 g. af rjómasúkkulaði með karamellu og ísl sjávarsalti

   500 ml af Ís ársins 2021 frá Kjörís

   mini egg

   súkkulaði til skreytingar, spænir eða skrapað

         

Aðferð: Bræðið rjómasúkkulaðið með saltlakkrísflögunum og rjómasúkkulaðið með karamellunni í sitthvorum pottinum eða setjið í sitthvora skálina og inn í örbylgjuna í 30 sek. -1 min. Skerið varlega botninn af páskaegginu, hafið opið u.þ.b. 5-6 sentimetra, passið að páskaeggið fari ekki í sundur, því ef það gerist þá er voðinn vís... Setjið eggið í skál og látið gatið snúa upp, setjið ísinn ofan í eggið og slummið báðum gerðunum af rjómasúkkulaðinu á milli þegar þið setjið ísinn í eggið. Þegar búið er að troðfylla eggið með ís þá drippið þið restinni af báðum gerðunum af rjómasúkkulaðinu yfir og skreytið með mini eggjum og súkkulaðispænum.

Svo svona fyrir okkur fullorðna fólkið þá er spurning um að prufa þetta...

Baileys fyllt páskaegg...

Mjög auðvelt að græja þetta – kaupið litlu eggin, skerið ofan af þeim og hellið Baileys ofan í – wallahhhh...

Munum að njóta en ekki þjóta 

Sigga sigga sigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir