Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Vilko vöfflurnar í nýja tvöfalda vöfflujárninu sem ég fékk í Skaffó:) MYNDIR:ÓLI ARNAR
Vilko vöfflurnar í nýja tvöfalda vöfflujárninu sem ég fékk í Skaffó:) MYNDIR:ÓLI ARNAR

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko þurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef vöfflujárnin eru farin að gefa sig þá er 20% afsláttur af öllum vöfflujárnum í Skagfirðingabúð dagana 25.-27. mars.

Við hjá Feyki vorum ekki lengi að gera okkur glaðan dag því við ELSKUM vöfflur en alltaf þarf ég að "óverdúa" allt og skellti í þrjár gerðir.....

Gamla bauð, að sjálfsögðu, upp á Vilko vöfflur, kanilvöfflur og svo prufaði ég að gera skúffukökuvöfflur....

Allt heppnaðist svona líka ofur vel eða þannig...... skúffukökuvöfflurnar mínar voru ekki alveg þær fallegustu en góðar voru þær með nýja ís ársins frá Kjörís.

mmmm nammi namm

     

Sigga sigga sigga 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir