Stríðinn klaufabárður

Rebekka og Freyja. Mynd: aðsend
Rebekka og Freyja. Mynd: aðsend

Það er eitthvað svo krúttlegt við að fylgjast með Dachshundi trítla með eiganda sínum í göngutúr um götur bæjarins að mann langar ekkert annað en að heilsa upp á þennan fallega hund sem elskar að fá athyggli og klapp. Dachshund eða langhundur eins og hann er kallaður á Íslandi var fyrst ræktaður til veiða á kanínum en varð svo vinsælt gæludýr meðal kóngafólks. Í dag er þessi tengud á meðal tíu vinsælustu hundategunda í heiminum. Þeir eru þekktir fyrir stuttar lappir og langan búk sem sumum þykir minna helst á pylsu en þrátt fyrir að vera smágerðir eru þeir mjög kraftalega vaxnir.

Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir, dóttir Margrétar Viðarsdóttur og Rögnvaldar Inga Ólafssonar á Króknum, er svo heppin að eiga eina svona „krúttpylsu“ sem ber nafnið Freyja.

Hvernig eignaðist þú Freyju?  Ég eignaðist hundinn í gegnum fyrrverandi kærasta minn, frænka hans passar og þjálfar hunda og var með þennan hund í pössun. Hann sendi mér mynd af hundinum í vor og sagði mér í djóki að kaupa hann, þar sem við vorum nýbúin að missa hinn hundinn okkar. Svo enduðum við á því að kaupa Freyju og fengum hana í hendurnar 17. júní í útskriftarveislu hjá fyrrverandi.
Hvað er skemmtilegast við gæludýrið þitt?  Það er sennilega hve klaufaleg hún er, búkurinn hennar er svo langur og fæturnir stuttir og það virðist sem svo að hún geri sér ekki oft grein fyrir því. Hún á það til að drífa ekki þegar hún ætlar að hoppa upp í sófa, og hún er mikið að vinnameð það að troða sér inn á milli einhvers staðar og ná ekki að koma sér aftur út því hún nær ekki að snúa við.
Hvað er erfiðast? Hún er svo agalega athyglissjúk og stríðin. Ef henni er ekki veitt öll athygli byrjar hún að gelta hástöfum og ráðast á tærnar á manni. Svo er hún mikið að vinna með það að vaða í óhreina tauið hjá manni og fá mann til að elta sig um húsið þar sem hún er með óhreinar nærbuxur í kjaftinum.
Ertu með einhverja sniðuga eða merkilega sögu af gæludýrinu? Þegar við vorum búin að eiga hana í svona mánuð, varð hún allt í einu rosalega veik. Hún borðaði ekki neitt og lá bara í bælinu sínu allan daginn, einu skiptin sem hún fór fram úr var til að æla. Okkur leist ekkert á hana og heyrðum í dýralækni og henni versnaði bara og versnaði. Svo stuttu áður en við fórum með hana til dýralæknis kúkaði hún loksins og þá komumst við að því að hún hafði gleypt skopparabolta, sem hún skilaði þarna rétt fyrir læknatímann. Það var allt í himnalagi með hana eftir það.

Feykir þakkar Rebekku kærlega fyrir að taka þátt í gæludýraþættinum 

Sigga sigga sigga 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir