Dagforeldar óskast á Hofsós
Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir nú í vikunni eftir samstarfi við aðila sem gæti hugsað sér að taka börn í daggæslu á einkaheimili á Hofsósi.
Fyrir nokkru skrifaði Feykis.is um áhyggjur skólastjóra Grunnskólans Austan vatna sökum þess að frá og með næsta hausti muni skapast vandræðaástand á Hofsósi sökum biðlista á leikskóla.
Í auglýsingu sveitarfélagsins er áhugasömum bent á að hafa samband við Gunnar M Sandholt eða Aðalbjörgu Hallmundsdóttur til þess að fá nánari upplýsingar