Dagur leikskólans í dag

Börnin á Glaðheimum að undirbúa sig undir dag leikskólans

Börn og starfsmenn allra leikskólanna í Skagafirði koma saman við pósthúsið á Sauðárkróki kl. 10:00  í dag  og ganga þaðan fylktu liði að ráðhúsinu þar sem verður sungið.  Feykir.is skorar á alla sem geta gefið sér stund til þess að taka þátt í göngunni og samgleðjast með börnunum og starfsfólki leikskólanna.

Á Flæðunum ætla börnin að mynda stóran hring og syngja og leika sér. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum viðburði leikskólanna.

Þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara á Íslandi fyrstu samtök sín. Leikskólar um allt land halda þennan dag hátíðlegan með ýmsum hætti og í samvinnu kennara, foreldra, nemenda og skólayfirvalda.

Markmiðið með deginum er að gera þegna samfélagsins meðvitaðri um þýðingu leikskólastarfs fyrir börn, styrkja jákvæða ímynd leikskólakennslu og auka áhuga fólks á því að starfa í leikskólum.

Við óskum börnum og starfsfólki til hamingju með daginn.

Viðbót - myndir frá göngunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir