Deiliskipulagslýsing fyrir Sveinsstaði
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti þann 22. september sl. að leita umsagna um skipulagslýsingu á um 65 hektara svæði í landi Sveinsstaða. Um er að ræða landbúnaðarsvæði í landi Sveinsstaða sem m.a. nær yfir Ólafslund, Þrístapa og Gamla skólahúsið.
Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð sem verður til sýnis á skrifstofu Húnavatnshrepps að Húnavöllum og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hunavatnshreppur.is. Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið, ábendingar og athugasemdir við skipulagstillöguna, fyrir 20. október.
