Drangey í fyrsta prufutúrnum
feykir.is
Skagafjörður
28.01.2018
kl. 16.47
Eftir prófanir á búnaði millidekks og lestar í Drangey SK 2 sl. föstudag voru kör settar í lestar skipsins og undirbúið fyrir brottför í prufutúr sem lagt var upp í í gær, laugardag.
Á fésbókarsíðu Fisk Seafood segir að auk áhafnarinnar séu um borð starfsmenn frá Skaginn 3X en í túrnum verður búnaður skipsins prufukeyrður. Að sögn Snorra Snorrasonar, skipstjóra, gengur vel það sem af er túrnum.
Nú seinni parts sunnudags er skipið statt á Skagagrunni úti fyrir Norðurlandi eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.