Drangey Music Festival haldið á ný 25. júní 2016

Frá Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, sl. sumar. Mynd/BÞ
Frá Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, sl. sumar. Mynd/BÞ

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Óhætt er að segja að hátíðin hafi slegið í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skiptið síðastliðið sumar, frábær tónlist, einstök náttúra og veður að bestu gerð hjálpaðist allt að við að skapa ógleymanlega upplifun. 

Í fréttatilkynningu kemur fram að hátíðin í sumar verði með sama sniði, haldin á Reykjum á Reykjaströnd og á bak við hana standa sömu aðilar og í fyrra. 

„Nú er unnið að því að bóka tónlistarfólk sem koma mun fram á hátíðinni og áður en langt um líður verður tilkynnt hverjir þeir verða, ásamt því sem fyrirkomulag forsölu verður kynnt,“ segir loks í tilkynningu. 

Til upprifjunar er myndaalbúm frá síðustu tónlistarhátíð látið fylgja með. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir