Drengjaflokkur á Akureyri í kvöld
Strákarnir í drengjaflokki Tindastóls í körfuknattleik renna austur yfir Öxnadalsheiði í kvöld þar sem þeir mæta Þórsurum á Akureyri í A-riðli Íslandsmótsins.
Þór hefur unnið einn leik og tapað þremur það sem af er og sitja í næst neðsta sæti riðilsins á meðan Tindastóll er í því fimmta með 6 stig eftir 5 leiki.
Leikurinn verðu spilaður í Síðuskóla og hefst kl. 20.00.
Um síðustu helgi kepptu 8. flokksstrákarnir í B-riðli Íslandsmótsins í Seljaskóla. Skemmst er frá því að segja að þeir töpuðu öllum sínum leikjum og féllu því aftur niður í C-riðil. Stúlknaflokkur átti að keppa í C-riðli á Ísafirði um síðustu helgi, en mótinu var frestað vegna veðurs. Reyna á aftur um næstu helgi.