Drengjaflokkur og meistaraflokkur keppa um helgina

  Drengjaflokkurinn tekur á móti Keflvíkingum í Íslandsmótinu á morgun laugardag og meistaraflokkurinn heldur suður yfir heiðar á sunnudaginn og etur kappi við Breiðablik í bikarkeppninni. Af þeim sökum þarf aðeins að hliðra til tímasetningum í körfuboltaskólanum á sunnudaginn.

Leikurinn hjá drengjaflokki hefst kl. 15.00 í Síkinu og verður án efa um hörkuleik að ræða. Keflvíkingarnar eru á toppi A-riðilsins og með hörkulið.

Meistaraflokkurinn mætir Blikum á útivelli á sunnudaginn í Poweradebikarnum og hefst leikurinn í Smáranum kl. 18.00. Ástæða til að hvetja stuðningsmenn til að koma á leikinn. Þar mun Sean Cunningham þreyta frumraun sína í Tindastólsbúningnum. Strákurinn hefur komið sterkur inn á æfingum og ekki annað heyra á aðstandendum liðsins, en að hann lofi ágætu fyrir framhaldið.

Vegna ferðar meistaraflokksins suður á sunnudaginn þarf aðeins að hnika til tímum í körfuboltaskólanum svo Borce Ilievski nái að sinna því áður en hann leggur í hann.

Yngri nemendur frá 6. bekk og niður, eiga að mæta kl. 10.10 eins og venjulega en þeirra kennslustund verður til kl. 11. Eldri iðkendur eru síðan á milli kl. 11 og 12.

Fleiri fréttir