Drengjaflokkur Tindastóls tekur á móti FSu á morgun
Drengjaflokkur Tindastóls leikur sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu á föstudaginn, þegar strákarnir í FSu koma í heimsókn á Krókinn. Leikurinn hefst kl. 18.00.
Auk FSu, eru strákarnir í riðli með Breiðablik, Grindavík, Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Þór Akureyri, ÍBV, Val og Njarðvík. Hörkuvetur framundan hjá þeim.
Í liðinu eru margir leikmenn sem einnig eru í æfingahópi meistaraflokksins og eru því á tvöföldum æfingum þessa dagana. Án efa verður gaman að sjá til drengjaflokksins í vetur sem verður vel mannaður.
Þjálfari FSu núna er góðkunningi Skagfirðinga, Valur Ingimundarson sem lengi lék með og þjálfaði meistaraflokk Tindastóls, en hann tók við körfuboltaakademíu FSu á vordögum.
Upplýsingar um riðilinn hjá strákunum má finna HÉR.
/Tindastóll.is